Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Ómar Þorgeirsson skrifar 19. júní 2009 06:00 Sigurður Ingimundarson Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síðustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira