Innlent

Katrín sækist eftir endurkjöri - vill 2. sætið

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem fram fer dagana 12.-14. mars.

,,Í prófkjöri Samfylkingarinnar 2006 bauð ég mig fram í 2.sæti listans í kjördæminu og fékk afgerandi stuðning til þess. Ég gef nú kost á mér til að skipa sama sæti, 2.sætið, fyrir komandi alþingiskosningar," segir Katrín.

Katrín segist hafa í störfum sínum á Alþingi lagt mikla áherslu á umhverfi fjölskyldna og heimilanna í landinu. ,,Aldrei hefur það verið mikilvægara en nú að hlú að barnafjölskyldum. Í þeirri uppbyggingu sem framundan er þurfum við að setja þarfir og umbúnað heimilanna í fyrsta sæti. Leysa þarf erfiða skuldabyrði heimilanna og byggja upp fjölbreytt atvinnutækifæri. Gjaldmiðilsmálin þarf að leysa hratt og vel. Lykillinn að því er upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu. Það er raunhæf framtíðarlausn fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu."

Katrín segir að samfélagið hafi einkennst af öfgum og ójöfnuði á undanförnum árum. ,,Því höfnum við jafnaðarmenn. Verkefni okkar jafnaðarmanna nú er að byggja upp sterkt samfélag gagnsæis, velferðar, réttlætis og jöfnuðar. Ég býð fram krafta mína til þess."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×