Jón Arnór: Ég var lélegur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:51 Jón Arnór Stefánsson Mynd/Anton Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira