Fjandans sannleikurinn Dr. Gunni skrifar 17. september 2009 06:00 Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann - allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Höfundurinn, Guð, á auðvitað ágætis spretti, til dæmis finnst mér „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" flottur frasi. Höfundurinn var reyndar mjög sjálfmiðaður þegar hann setti þetta fram, en ég vil skilja frasann þannig að „sannleikurinn sé sagna bestur" - að maður verði frjáls í höfðinu og andanum ef maður viðurkenni bara strax hvernig hlutunum sé háttað. Segi sannleikann. Sannleikurinn er þó fjandi flókið fyrirbæri, eins og þessi þrasgjarna örþjóð ætti nú að þekkja vel. Ég held líka hreinlega að sumir séu svo blindir á sannleikann að þeir sjái hann ekki, hversu augljós sem hann er. Margir eru svo forhertir að þeir eru sannfærðir um að sannleikurinn sé einhver allt annar en hann er. Þeir hafa talið sér trú um sína eigin útgáfu af honum. Þegar ég var smábarn í míní-kreppunni um 1969 fór Ási bróðir til Ástralíu. Eftir ævintýralíf kom hann tveimur árum síðar til baka og hafði með sér hákarlatennur og ópalsteina. Ég stal steinunum, gróf þá úti í garði og þóttist svo finna þá daginn eftir. Sjáiði, ég fann ópal úti í garði! sagði ég hróðugur, en allir föttuðu náttúrlega plottið. Ási varð reiður og skammaði mig, en svo forhertur var ég, svo sannfærður um þann sannleika sem ég hafði talið mér trú um, að ég var öll æskuárin hálf fúll út í Ása fyrir að þjófkenna mig. Víst fann ég ópalsteinana úti í beði! Það var ekki fyrr en löngu síðar að rökhyggjan fór að færa mér sanninn um að ópalfundurinn í garðinum var auðvitað bara uppspuni og smábarnarugl. Kannski komast þeir sem nú afneita sannleikanum að hinum rétta sannleika á endanum. Kannski ekki. Við munum ábyggilega þurfa að horfa upp á fjölmarga í viðbót gera sig að fífli með því að ljúga framan í alþjóð. Hressandi væri þó að heyra einhvern játa upp á sig sannleikann strax. Það gerir mann frjálsan. Varla lýgur Guð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann - allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Höfundurinn, Guð, á auðvitað ágætis spretti, til dæmis finnst mér „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" flottur frasi. Höfundurinn var reyndar mjög sjálfmiðaður þegar hann setti þetta fram, en ég vil skilja frasann þannig að „sannleikurinn sé sagna bestur" - að maður verði frjáls í höfðinu og andanum ef maður viðurkenni bara strax hvernig hlutunum sé háttað. Segi sannleikann. Sannleikurinn er þó fjandi flókið fyrirbæri, eins og þessi þrasgjarna örþjóð ætti nú að þekkja vel. Ég held líka hreinlega að sumir séu svo blindir á sannleikann að þeir sjái hann ekki, hversu augljós sem hann er. Margir eru svo forhertir að þeir eru sannfærðir um að sannleikurinn sé einhver allt annar en hann er. Þeir hafa talið sér trú um sína eigin útgáfu af honum. Þegar ég var smábarn í míní-kreppunni um 1969 fór Ási bróðir til Ástralíu. Eftir ævintýralíf kom hann tveimur árum síðar til baka og hafði með sér hákarlatennur og ópalsteina. Ég stal steinunum, gróf þá úti í garði og þóttist svo finna þá daginn eftir. Sjáiði, ég fann ópal úti í garði! sagði ég hróðugur, en allir föttuðu náttúrlega plottið. Ási varð reiður og skammaði mig, en svo forhertur var ég, svo sannfærður um þann sannleika sem ég hafði talið mér trú um, að ég var öll æskuárin hálf fúll út í Ása fyrir að þjófkenna mig. Víst fann ég ópalsteinana úti í beði! Það var ekki fyrr en löngu síðar að rökhyggjan fór að færa mér sanninn um að ópalfundurinn í garðinum var auðvitað bara uppspuni og smábarnarugl. Kannski komast þeir sem nú afneita sannleikanum að hinum rétta sannleika á endanum. Kannski ekki. Við munum ábyggilega þurfa að horfa upp á fjölmarga í viðbót gera sig að fífli með því að ljúga framan í alþjóð. Hressandi væri þó að heyra einhvern játa upp á sig sannleikann strax. Það gerir mann frjálsan. Varla lýgur Guð.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun