Innlent

Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk

Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, styrkti eigin flokk um nítíu þúsund krónur.
Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, styrkti eigin flokk um nítíu þúsund krónur.

Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007.

Utanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem gaf fé til stjórnmálaflokks fyrir kosningarnar árið 2007.

Fyrr í dag sagði Vísir frá því að Neyðarlínan gaf Sjálfsstæðisflokknum 300 þúsund krónur í styrk en fyrirtækið var þá í meirihlutaeigu ríkisins, en ekki opinbert hlutafélag líkt og greint var frá og stóð í yfirliti Ríkisendurskoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×