Drillo er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 13:15 Egil "Drillo" Olsen er sérstakur karakter. Mynd/AFP Það eru ekki allir jafnglaðir yfir því að Egil "Drillo" Olsen sé aftur orðinn landsliðsþjálfari Noregs. Olsen tók tímabundið við norska landsliðinu á meðan norska sambandið leitar eftirmanns Åge Hareide. Einn af hans hörðustu gagnrýnendum er Erik "Panzer" Hagen sem er 33 ára varnarmaður sem lék 28 landsleiki fyrir Noreg á árunum 2002-2007. Eftir harðort viðtal við norska blaðið Aftenposten er ljóst að landsleikir Hagen verða ekki fleiri á meðan "Drillo" er við stjórnvölinn, ekki af því að "Drillo" sé í fýlu heldur af því að Hagen myndi neita að spila fyrir hann. "Ég einbeiti mér bara að því að spila fyrir Vålerenga. Landsliðið kemur heldur ekki til greina þegar "Drillo"er þjálfari því ég myndi aldrei spila fyrir hann," sagði Hagen og þegar hann er spurður af hverju stendur ekki á svarinu. "Hann er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár og nú er hann byrjaður aftur. Allur leikur hans liða snýst um að eyðileggja fyrir andstæðingnum," segir Hagen sem þótti ekki mikið til sigurs á Þjóðverjum koma. Í fyrsta leiknum undir stjórn Drillo vann norska landsliðið sinn fyrsta sigur á Þjóðverjum síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Norska landsliðið tapaði aðeins 14 af 91 leik undir stjórn Egil "Drillo" Olsen á árunum 1990 til 1998 og markatalan var 181-63 norska landsliðinu í vil. Hagen er nú aftur kominn til Vålerenga þar sem hann spilaði 113 leiki á árunum 2000-2004 en frá 2005 til 2008 lék hann með liði Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Hann lék einn í láni með enska liðinu Wigan en er nú aftur kominn heim til Noregs. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
Það eru ekki allir jafnglaðir yfir því að Egil "Drillo" Olsen sé aftur orðinn landsliðsþjálfari Noregs. Olsen tók tímabundið við norska landsliðinu á meðan norska sambandið leitar eftirmanns Åge Hareide. Einn af hans hörðustu gagnrýnendum er Erik "Panzer" Hagen sem er 33 ára varnarmaður sem lék 28 landsleiki fyrir Noreg á árunum 2002-2007. Eftir harðort viðtal við norska blaðið Aftenposten er ljóst að landsleikir Hagen verða ekki fleiri á meðan "Drillo" er við stjórnvölinn, ekki af því að "Drillo" sé í fýlu heldur af því að Hagen myndi neita að spila fyrir hann. "Ég einbeiti mér bara að því að spila fyrir Vålerenga. Landsliðið kemur heldur ekki til greina þegar "Drillo"er þjálfari því ég myndi aldrei spila fyrir hann," sagði Hagen og þegar hann er spurður af hverju stendur ekki á svarinu. "Hann er búinn að eyðileggja norskan fótbolta í 20 ár og nú er hann byrjaður aftur. Allur leikur hans liða snýst um að eyðileggja fyrir andstæðingnum," segir Hagen sem þótti ekki mikið til sigurs á Þjóðverjum koma. Í fyrsta leiknum undir stjórn Drillo vann norska landsliðið sinn fyrsta sigur á Þjóðverjum síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Norska landsliðið tapaði aðeins 14 af 91 leik undir stjórn Egil "Drillo" Olsen á árunum 1990 til 1998 og markatalan var 181-63 norska landsliðinu í vil. Hagen er nú aftur kominn til Vålerenga þar sem hann spilaði 113 leiki á árunum 2000-2004 en frá 2005 til 2008 lék hann með liði Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Hann lék einn í láni með enska liðinu Wigan en er nú aftur kominn heim til Noregs.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira