Wolfsburg þýskur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 19:17 Edin Dzeko frá Bosníu og Brasilíumaðurinn Grafite fagna meistaratitli Wolfsburg í dag. Nordic Photos / Bongarts Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum. Þýski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum.
Þýski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira