Fótbolti

GAIS getur misst 9 stig og lent í bullandi fallbaráttu

Arnar Björnsson skrifar
Merki GAIS.
Merki GAIS. Mynd/Heimasíða GAIS
Athyglisvert mál er komið upp í sænska fótboltanum. Brasilíumaðurinn Wanderson er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildinnar með 16 mörk en nú hefur komið í ljós að atvinnuleyfi hans rann út fyrir tveimur mánuðum. Wanderson er með öðrum orðum ólöglegur í Svíþjóð.

GAIS er í 11. sæti með 30 stig en verði sigurleikirnir sem Brasilíumaðurinn lék eftir að atvinnuleyfið rann út, dæmdir tapaðir, þá verður GAIS af 9 stigum og er þá komið í bullandi fallbaráttu.



Fjórir Íslendingar eru á mála hjá GAIS, Eyjólfur Héðinsson, Guðjón Baldvinsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Reynir Guðmundsson sem lék með KR á lokasprettinum sem lánsmaður frá sænska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×