Fótbolti

Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Flestra augu verða örugglega á leikjum Liverpool og Fiorentina í kvöld.
Flestra augu verða örugglega á leikjum Liverpool og Fiorentina í kvöld. Mynd/AFP
Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð.

E-riðill: (Lyon er komið áfram)

Fiorentina kemst áfram í 16 liða úrslitin ef liðið vinnur Lyon eða að Liverpool takist ekki að vinna Debreceni í Ungverjalandi.

F-riðill:

Rubin Kazan kemst áfram í næstu umferð ef þeir vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev á sama tíma og Barcelona tapar á móti Inter. Inter kemst áfram með því að vinna Barcelona.

G-riðill (Sevilla er komið áfram)

Unirea Urziceni frá Rúmeníu kemst áfram í 16 liða úrslitin vinni þeir Sevilla á sama tíma og Stuttgart nær ekki þremur stigum úr leik sínum á móti Rangers.

H-riðill

Arsenal þarf aðeins eitt stig til þess að gulltryggja sig í 16 liða úrslitin en ef AZ Alkmaar vinnur Olympiacos þá kemst Arsenal áfram tapi þeir ekki með meira en tveggja marka mun á móti Standard. Olympiacos kemst áfram í næstu umferð ef þeir vinna og Standard nær ekki að vinna Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×