Það má búast við því að Grindvíkingar hafi drifið gulu búninga sína í þvott eftir sigurinn í DHL-Höllinni á skírdag svo að þeir verði örugglega klárir fyrir fjórða leikinn í dag.
Grindavík hefur unnið KR í þremur síðustu leikjum sínum í gulu búningunum en Grindvíkingar hafa aftur á móti alltaf tapað fyrir KR-ingum í þeim bláu í vetur. Grindavík lék í bláu búningunum í fyrsta leiknum á móti KR í lokaúrslitunum en mættu í gulu í leiki þrjú eftir að hafa unnið leik tvö á heimavelli.
KR-ingar hafa unnið Grindavík einu sinni í gulu búningunum í vetur en það var í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöllinni 5. október 2008 en það var fyrsta viðureign liðanna í vetur. KR vann þann leik 98-95 með flautu-þristi frá Jason Dourisseau.
Fjórði leikur Grindavíkur og KR um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík í dag og verður Grindavík Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrettán ár með sigri. Vinni KR verður oddaleikur í DHL-Höllinni á mánudaginn.
Innbyrðisleikir Grindavíkur og KR 2008-2009:
5. október 2008 Laugardalshöll
Úrslitaleikur Powerade-bikarsins
KR-Grindavík 98-95
Grindavík í gulu (tap)
6. nóvember 2008 DHL-Höllin
Iceland Express deildin
KR-Grindavík 82-80
Grindavík í bláu (tap)
24. janúar 2009 DHL-Höllin
Undanúrslit Subway-bikarsins
KR-Grindavík 82-70
Grindavík í bláu (tap)
9. febrúar 2009 Röstin í Grindavík
Iceland Express deildin
Grindavík-KR 91-80
Grindavík í gulu (sigur)
4. apríl 2009 DHL-Höllin
Lokaúrslit Iceland Express deildarinnar - Leikur 1
KR-Grindavík 88-84
Grindavík í bláu (tap)
6. apríl 2009 Röstin í Grindavík
Lokaúrslit Iceland Express deildarinnar - Leikur 2
Grindavík-KR 100-88
Grindavík í gulu (sigur)
9. apríl 2009 DHL-Höllin
Lokaúrslit Iceland Express deildarinnar - Leikur 3
KR-Grindavík 94-107
Grindavík í gulu (sigur)