Á eyrinni Einar Már Jónsson skrifar 29. júní 2009 06:00 Ef menn áttu leið á Ráðhústorgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt. Göngumennirnir báru spjöld, einstaka sinnum stöðvuðust þeir andartak áður en þeir tóku til við hringgönguna á ný; þá mynduðu spjöldin í sameiningu setninguna „Endalaus hringganga hinna þrjósku hefur nú staðið yfir í … klukkutíma", og var talan krotuð á svarta töflu með krít. Þegar ég kom þangað fyrst stóð „389 klukkustundir" á töflunni, síðar var talan komin rétt upp fyrir 900, og enn var gengið. Menn komu og snerust nokkra hringi, svo fóru þeir og aðrir komu í staðinn. Stundum voru þeir yfir hundrað, en á nóttunni lækkaði talan. Þessi mikla hringganga hófst á hádegi 23. mars, og var hún liður í mótmælaaðgerðum kennara, stúdenta og vísindamanna gegn breytingum sem háskólamálaráðherrann, Valérie Pécresse, ætlaði að gera á háskólum og vísindastofnunum í landinu, að undirlagi Sarkozys sjálfs. Kannske varð Ráðhústorgið fyrir valinu vegna þess að það er mjög miðsvæðis í París, eins og liggur í hlutarins eðli, steinsnar frá Vorrar frúar kirkju, en það hafði vafalaust sitt að segja að þessi staður heitir réttu nafni „Eyrartorg". Þegar verkamenn lögðu niður vinnu áður fyrr tóku þeir sér þar stöðu og hreyfðu sig hvergi, þeir voru sem sé um kyrrt „á eyrinni" og af þeim sökum hefur verkfall æ síðan verið kallað „eyri" (greve) á frönsku. Ekki bar á öðru en þessi hringganga fengi góðar undirtektir meðal þeirra fjölmörgu sem áttu leið um torgið; borgarstjórinn í París bauð göngumönnum að koma á skrifstofuna til sín og drekka með sér te ef þeim yrði kalt, en þeir vildu ekki nema staðar. Einu sinni fengu þeir símskeyti, og á því stóð „Og samt snýst hún. Haldið áfram!" Undirskriftin var Galileo Galilei. En þessi hringganga var einungis sýnilegur hluti þessara aðgerða, því annað og meira var að gerast á öðrum vettvangi. Í byrjun febrúar hófst mótmælabylgja í háskólum og vísindastofnunum um allt Frakkland, farið var í mótmælagöngur með vissu millibili, víða féll öll háskólakennsla niður og sums staðar var byggingunum jafnvel lokað. Þar sem janúar er prófmánuður, hefur alls engin kennsla farið fram í ýmsum háskólum síðan fyrir jól, þar á meðal einum háskóla í París að minnsta kosti. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Að undanförnu hefur háskólaráðherrann Valérie Pécresse verið að mylgra út alls kyns tilskipunum og lagafrumvörpum um endurskipun háskóla og rannsóknarstofnana, einkum á sumrin þegar háskólamenn eru gjarnan í fríi og háskólastofnanir lokaðar. Ein lögin stefndu að því að gera háskóla sjálfstæða og fólust einkum í þeim aukin völd til handa háskólaforsetum, svo kom tilskipun sem átti að endurskipuleggja starf háskólakennara og skilja að einhverju leyti í sundur kennslu og rannsóknir. Af því gat leitt að mönnum yrði mjög mismunað; kennara átti að vega og meta, og ef t.d. háskólaforseta leist ekki vel á rannsóknir eins eða annars gat hann sett þann hinn sama alfarið í kennslu. En í heild sýndist mönnum að þessar nýskipanir væru einkum leið til meiri frjálshyggju: ríkið myndi nú nota þetta „sjálfstæði" háskólanna til að draga úr fjárveitingu til þeirra og mismuna þeim um leið, og láta svo háskólaforsetana um að finna það aukafjármagn sem er nauðsynlegt til að halda uppi starfinu. Það hefur heyrst að þeir þurfi nú þegar að vera úti um hvippinn og hvappinn á höttunum eftir „sponsorum". Þetta þótti kennurum illt, en svo bætti Valérie Pécresse gráu ofan á svart með því að tilkynna að á næsta skólaári yrðu 900 kennarastöður lagðar niður í háskólum. Smiðshöggið rak svo Sarkozy í ræðu sem hann flutti 22. janúar og mikill hvellur varð út af. Þar hæddist hann nokkuð gróflega að frönskum vísindamönnum, sem lifðu þægilegu lífi á kostnað ríkisins en gerðu aldrei neinar uppgötvanir. Af þessum sökum jókst andstaðan æ meir, ýmsir sem voru fylgjandi fyrstu ráðstöfunum Valérie Pécresse snerust síðan gegn þeim þegar þeir sáu framhaldið. En mér er þó nær að halda að annað og meira sé á bak við: um langt skeið hafa yfirvöld sífellt verið að vega að háskólunum með alls kyns ruglingslegum „umbótum" sem gera kennurum starfið sífellt erfiðara, og nú var mælirinn fullur. Menn velta því jafnvel fyrir sér hvort þessir síðustu atburðir séu ekki með ráðum gerðir: Valérie Pécresse hafi leitast við að koma illindum af stað til að eiga auðveldara með að brjóta háskólamenn á bak aftur, líkt og Járnlafðin fór að með verklýðsfélög. Því er nú mikill óhugur í mönnum, hringgöngunni var hætt eftir nákvæmlega 1000 klukkustundir, skólaárið virðist víða ætla að fara fyrir lítið, og yfirvöldin verða sífellt digurbarkalegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Ef menn áttu leið á Ráðhústorgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt. Göngumennirnir báru spjöld, einstaka sinnum stöðvuðust þeir andartak áður en þeir tóku til við hringgönguna á ný; þá mynduðu spjöldin í sameiningu setninguna „Endalaus hringganga hinna þrjósku hefur nú staðið yfir í … klukkutíma", og var talan krotuð á svarta töflu með krít. Þegar ég kom þangað fyrst stóð „389 klukkustundir" á töflunni, síðar var talan komin rétt upp fyrir 900, og enn var gengið. Menn komu og snerust nokkra hringi, svo fóru þeir og aðrir komu í staðinn. Stundum voru þeir yfir hundrað, en á nóttunni lækkaði talan. Þessi mikla hringganga hófst á hádegi 23. mars, og var hún liður í mótmælaaðgerðum kennara, stúdenta og vísindamanna gegn breytingum sem háskólamálaráðherrann, Valérie Pécresse, ætlaði að gera á háskólum og vísindastofnunum í landinu, að undirlagi Sarkozys sjálfs. Kannske varð Ráðhústorgið fyrir valinu vegna þess að það er mjög miðsvæðis í París, eins og liggur í hlutarins eðli, steinsnar frá Vorrar frúar kirkju, en það hafði vafalaust sitt að segja að þessi staður heitir réttu nafni „Eyrartorg". Þegar verkamenn lögðu niður vinnu áður fyrr tóku þeir sér þar stöðu og hreyfðu sig hvergi, þeir voru sem sé um kyrrt „á eyrinni" og af þeim sökum hefur verkfall æ síðan verið kallað „eyri" (greve) á frönsku. Ekki bar á öðru en þessi hringganga fengi góðar undirtektir meðal þeirra fjölmörgu sem áttu leið um torgið; borgarstjórinn í París bauð göngumönnum að koma á skrifstofuna til sín og drekka með sér te ef þeim yrði kalt, en þeir vildu ekki nema staðar. Einu sinni fengu þeir símskeyti, og á því stóð „Og samt snýst hún. Haldið áfram!" Undirskriftin var Galileo Galilei. En þessi hringganga var einungis sýnilegur hluti þessara aðgerða, því annað og meira var að gerast á öðrum vettvangi. Í byrjun febrúar hófst mótmælabylgja í háskólum og vísindastofnunum um allt Frakkland, farið var í mótmælagöngur með vissu millibili, víða féll öll háskólakennsla niður og sums staðar var byggingunum jafnvel lokað. Þar sem janúar er prófmánuður, hefur alls engin kennsla farið fram í ýmsum háskólum síðan fyrir jól, þar á meðal einum háskóla í París að minnsta kosti. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Að undanförnu hefur háskólaráðherrann Valérie Pécresse verið að mylgra út alls kyns tilskipunum og lagafrumvörpum um endurskipun háskóla og rannsóknarstofnana, einkum á sumrin þegar háskólamenn eru gjarnan í fríi og háskólastofnanir lokaðar. Ein lögin stefndu að því að gera háskóla sjálfstæða og fólust einkum í þeim aukin völd til handa háskólaforsetum, svo kom tilskipun sem átti að endurskipuleggja starf háskólakennara og skilja að einhverju leyti í sundur kennslu og rannsóknir. Af því gat leitt að mönnum yrði mjög mismunað; kennara átti að vega og meta, og ef t.d. háskólaforseta leist ekki vel á rannsóknir eins eða annars gat hann sett þann hinn sama alfarið í kennslu. En í heild sýndist mönnum að þessar nýskipanir væru einkum leið til meiri frjálshyggju: ríkið myndi nú nota þetta „sjálfstæði" háskólanna til að draga úr fjárveitingu til þeirra og mismuna þeim um leið, og láta svo háskólaforsetana um að finna það aukafjármagn sem er nauðsynlegt til að halda uppi starfinu. Það hefur heyrst að þeir þurfi nú þegar að vera úti um hvippinn og hvappinn á höttunum eftir „sponsorum". Þetta þótti kennurum illt, en svo bætti Valérie Pécresse gráu ofan á svart með því að tilkynna að á næsta skólaári yrðu 900 kennarastöður lagðar niður í háskólum. Smiðshöggið rak svo Sarkozy í ræðu sem hann flutti 22. janúar og mikill hvellur varð út af. Þar hæddist hann nokkuð gróflega að frönskum vísindamönnum, sem lifðu þægilegu lífi á kostnað ríkisins en gerðu aldrei neinar uppgötvanir. Af þessum sökum jókst andstaðan æ meir, ýmsir sem voru fylgjandi fyrstu ráðstöfunum Valérie Pécresse snerust síðan gegn þeim þegar þeir sáu framhaldið. En mér er þó nær að halda að annað og meira sé á bak við: um langt skeið hafa yfirvöld sífellt verið að vega að háskólunum með alls kyns ruglingslegum „umbótum" sem gera kennurum starfið sífellt erfiðara, og nú var mælirinn fullur. Menn velta því jafnvel fyrir sér hvort þessir síðustu atburðir séu ekki með ráðum gerðir: Valérie Pécresse hafi leitast við að koma illindum af stað til að eiga auðveldara með að brjóta háskólamenn á bak aftur, líkt og Járnlafðin fór að með verklýðsfélög. Því er nú mikill óhugur í mönnum, hringgöngunni var hætt eftir nákvæmlega 1000 klukkustundir, skólaárið virðist víða ætla að fara fyrir lítið, og yfirvöldin verða sífellt digurbarkalegri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun