„Eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás“ 16. desember 2009 19:46 Jón Hilmar Hallgrímsson. „Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin. Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin.
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01