Webber fljótastur í ævintýralegri tímatöku 11. júlí 2009 13:10 mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Rigningarskvetta um biðbik tímatökunnar ruglaði menn í ríminu og Fernando Alonso á Renault sem hafði verið fljótur sneri bíl sínum og endaði tólfti á ráslínu. Í lokaumferðinni var mikil spenna, þar sem brautin var blaut á köflum en þurr á öðrum. En það var Webber sem spilaði best úr stöðunni á Red Bull bíl, og sá við Rubens Barrichello og Jenson Button á Brawn, en þeir voru honum næstir. Sebastian Vettel á Red Bull varð fjórði og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren fimmti. Þar fyrir aftan verður Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India. Fimm bílar með Mercedes vélar verða því meðal tíu fremstu, en Ferrari menn nældu í áttunda og níunda sætið með aðstoð Felipe Massa og Kimi Raikkönen. Bein útsending frá kappakstrinum verður á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag og í opinni dagskrá. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira