Helstu atburðir í Kaka-málinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2009 09:46 Kaka í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör. Ítalski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör.
Ítalski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira