Íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2009 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir vill að vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira