Iceland Express-deild karla verður í fullum gangi í kvöld þegar þrír leikir fara fram.
Áhugaverður slagur er í Stykkishólmi þar sem liðið í öðru sæti, Grindavík, sækir liðið í þriðja sæti, Snæfell, heim.
Á Akureyri mætast botnlið deildarinnar Þór og Skallagrímur sem eðlilega þurfa sárlega á sigri að halda.
Í Seljaskólanum tekur ÍR síðan á móti FSu.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.