IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 19. október 2009 21:30 Justin Shouse. Mynd/Stefán Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33)
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum