IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 19. október 2009 21:30 Justin Shouse. Mynd/Stefán Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Dominos-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33)
Dominos-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira