Benedikt: Pressan er á Grindavík núna 6. apríl 2009 15:12 "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
"Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira