Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Sigríður Mogensen skrifar 10. ágúst 2009 19:05 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf. Stím málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf.
Stím málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira