Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Sigríður Mogensen skrifar 10. ágúst 2009 19:05 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf. Stím málið Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf.
Stím málið Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira