Spænska liðið Numancia hefur rekið þjalfara sinn Sergio Kresic og ráðið Jose Rojo Martin í hans stað.
Nýliðar Numancia eru í næstneðsta sæti spænsku deildarinnar en Kresic tók við liðinu síðasta sumar. Liðið tapaði fimmta leiknum í röð gegn Mallorca um síðustu helgi.
Fyrsti leikur Martin í þjálfarastólnum verður botnslagur við Osasuna á útivelli á sunnudaginn, en Osasuna er einu stigi og tveimur sætum fyrir ofan Numancia í deildinni.