Viðskipti erlent

Norðmenn undirbúa sig fyrir umsókn Íslands í ESB

Norska sjávarútvegsráðuneytið undirbýr sig nú fyrir væntanlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópubandalaginu. "Við trúum því að skynsamlegt sé að vera undirbúin fyrir þetta," segir Magnor Nerheim skrifstofustjóri ráðuneytisins í samtali við Aftenposten.

Sjávarútvegur og landbúnaður eru undanþegin skilmálum EES-samningsins sem bæði Ísland og Noregur eiga aðild að. Norðmenn hafa engar áhyggjur af landbúnaðarmálunum í samningaviðræðum Íslands við ESB. En annað gildir um sjávarútveginn.

Ísland er stærsti samkeppnisaðili Norðmanna á ESB svæðinu í fisksölu en samkvæmt fréttinni í Aftenposten hafa Norðmenn mestar áhyggjur af síldveiðum og sölu og humrinum. Þetta tvennt gæti skekkt samkeppnisstöðu Norðmanna gagnvart Íslandi ef Ísland gengur í ESB.

Hvað þorskinn varðar hinsvegar er tekið fram að þorskur frá Íslandi er svo gott sem tollfrjáls nú þegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×