Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband 25. mars 2009 15:05 Meðframbjóðendur Snorra höfðu greinilega gaman af ræðunni. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér. Kosningar 2009 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira