Barcelona og Real Madrid unnu bæði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2009 22:19 Zlatan og félagar hans í Barcelona fagna marki hans í kvöld. Nordic Photos / AFP Barcelona og Real Madrid unnu bæði leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og eru því enn ósigruð á tímabilinu. Zlatan Ibrahimovic og Gerard Pique skoruðu mörk Barcelona í 2-0 sigri á Malaga á útivelli. Zlatan hefur því skorað í öllum deildarleikjum Barcelona til þessa á leiktíðinni sem er ótrúlegur árangur. Hann var reyndar á bekknum í kvöld en kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Thierry Henry sem meiddist. Zlatan skoraði mark sitt tíu mínútum síðar. Cristiano Ronaldo tókst þó ekki að skora þegar að Real Madrid vann 3-0 sigur á Tenerife á heimavelli. Karim Benzema skoraði fyrstu tvö mörk Real og Kaka það þriðja. Pepe lék sinn fyrsta deildarleik með Real síðan í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur í tíu leikja bann fyrir að sparka í andstæðing. Real Madrid og Barcelona eru bæði með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Sevilla er í þriðja sæti með tólf stig en liðið vann 4-0 sigur á Athletic Bilbao á útivelli í dag. Renato, Negredo, Freddy Kanoute og Jesus Navas skoruðu mörk liðsins í dag. Að síðustu gerðu Valencia og Atletico Madrid 2-2 jafntefli. Sergio Agüero kom Atletico yfir en þeir Pablo og David Villa komu Valencia yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Maxi Rodriguez skoraði svo jöfnunarmark Atletico á lokamínútu leiksins. Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira
Barcelona og Real Madrid unnu bæði leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og eru því enn ósigruð á tímabilinu. Zlatan Ibrahimovic og Gerard Pique skoruðu mörk Barcelona í 2-0 sigri á Malaga á útivelli. Zlatan hefur því skorað í öllum deildarleikjum Barcelona til þessa á leiktíðinni sem er ótrúlegur árangur. Hann var reyndar á bekknum í kvöld en kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Thierry Henry sem meiddist. Zlatan skoraði mark sitt tíu mínútum síðar. Cristiano Ronaldo tókst þó ekki að skora þegar að Real Madrid vann 3-0 sigur á Tenerife á heimavelli. Karim Benzema skoraði fyrstu tvö mörk Real og Kaka það þriðja. Pepe lék sinn fyrsta deildarleik með Real síðan í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur í tíu leikja bann fyrir að sparka í andstæðing. Real Madrid og Barcelona eru bæði með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Sevilla er í þriðja sæti með tólf stig en liðið vann 4-0 sigur á Athletic Bilbao á útivelli í dag. Renato, Negredo, Freddy Kanoute og Jesus Navas skoruðu mörk liðsins í dag. Að síðustu gerðu Valencia og Atletico Madrid 2-2 jafntefli. Sergio Agüero kom Atletico yfir en þeir Pablo og David Villa komu Valencia yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Maxi Rodriguez skoraði svo jöfnunarmark Atletico á lokamínútu leiksins.
Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira