Nýtt met á Mastersmótinu - Kim var með ellefu fugla í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:30 Anthony Kim fékk 11 fugla á 18 holum á öðrum hring. Mynd/AFP Anthony Kim setti nýtt met á Mastersmótinu þegar hann náði ellefu fuglum á öðrum hring á Augusta-vellinum í dag. Kim bætti 23 ára gamalt met Nick Price sem náði tíu fuglum árið 1986. Kim byrjaði mótið ekki vel og lék fyrsta hringinn á 75 höggum. Hann lék tíu höggum betur í dag sem þýðir að hann er kominn á fjögur högg undir par og er fimm höggum á eftir efstu mönnum. „Ég veit í rauninni ekki hvað gerðist. Pútterinn minn hitnaði og ég fékk meira sjálfstraust með hverju höggi. Ég setti niður nokkur stór pútt," sagði hinn 23 ára Kim kátur. Hringurinn var litríkur því Kim fékk einnig tvo skolla og einn skramba á 10. holu. Kim fékk fugla á holum 1, 3, 5-8, 12-15 og 18. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Anthony Kim setti nýtt met á Mastersmótinu þegar hann náði ellefu fuglum á öðrum hring á Augusta-vellinum í dag. Kim bætti 23 ára gamalt met Nick Price sem náði tíu fuglum árið 1986. Kim byrjaði mótið ekki vel og lék fyrsta hringinn á 75 höggum. Hann lék tíu höggum betur í dag sem þýðir að hann er kominn á fjögur högg undir par og er fimm höggum á eftir efstu mönnum. „Ég veit í rauninni ekki hvað gerðist. Pútterinn minn hitnaði og ég fékk meira sjálfstraust með hverju höggi. Ég setti niður nokkur stór pútt," sagði hinn 23 ára Kim kátur. Hringurinn var litríkur því Kim fékk einnig tvo skolla og einn skramba á 10. holu. Kim fékk fugla á holum 1, 3, 5-8, 12-15 og 18.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira