Keflvíkingar hafa fengið góð tíðindi fyrir annan leikinn gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld.
Þröstur Leó Jóhannsson er orðinn leikfær á ný eftir ökklameiðsli og verður því með Keflavíkurliðinu í kvöld. Þetta kemur fram í viðtali sem karfan.is tók við Gunnar Einarsson leikmann Keflavíkur nú síðdegis.
Þröstur Leó meiddist í leik gegn Grindavík þann 20. febrúar sl. en hann hefur reyndar verið þjakaður af meiðslum meira og minna í allan vetur. Hann á þó að baki tólf leiki og skoraði í þeim tíu stig að meðaltali.