Alonso vill enda ferilinn með Ferrari 1. október 2009 09:11 Fernando Alonso var umvafinn fjölmiðlamönnum útaf samningnum við Ferrari i dag. mynd: Getty Images Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira