Sport

Ætla að herða reglurnar um sundbúningana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sumir eru farnir að kæðast sundgalla frá toppi til táar.
Sumir eru farnir að kæðast sundgalla frá toppi til táar. Mynd/GettyImages

Alþjóða sundsambandið, FINA, hefur ákveðið að herða reglurnar um sundbúningana sem eru orðnir svo vinsælir hjá besta sundfólki heimsins.

Á árinu 2008 voru sett 108 heimsmet, 55 í langri braut og 53 í stuttri braut. Þessi gríðarlegi fjöldi meta hefur vakið upp spurningar um gerð þessara sundbúninga.

Meðal þess sem er í nýju reglunum er að sundbúningarnir mega ekki lengur vera með ermar og þeir mega heldur ekki vera þykkari en einn millimeter.

Hér eftir þarf einnig að fá sérstakt leyfi hjá FINA fyrir 31. mars ætli sundfólkið að synda í umræddum sundbúningnum.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×