Fótbolti

Öruggur sigur hjá U-21 árs landsliði Íslands

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Ísland í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Ísland í kvöld. Mynd/Stefán

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta unnu í kvöld 0-6 sigur gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 en leikið var ytra.

Þetta var fjórði sigur íslensku strákanna í fimm leikjum í undankeppninni og liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum.

Íslensku strákarnir tóku leikinn strax föstum tökum og eftir hálftíma leik var staðan orðin 0-4 Íslandi í vil en þannig var staðan í hálfleik.

Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi á bragðið en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Bjarni Þór Viðarsson eitt mark.

Íslenska liðið óð í færum í fyrri hálfleiknum og heimamenn í San Marinó máttu telja sig heppna með að sleppa með stöðuna 0-4 í hálfleik.

Varamaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði fimmta markið eftir um klukkutíma leik og bætti svo einnig við því sjötta áður en yfir lauk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×