Stemmingin Dr. Gunni skrifar 29. október 2009 06:00 Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Allt hefur áhrif, staðan á bankareikningnum og ekki síst tíðarfarið og birtan. Auðvelt er að detta í þunglyndi skuldugur í skammdegi og súld. Maður vill ekki fara á fætur, bara þæfa sæng og sofa allan daginn. Með reikninginn í plús í sól og sumaryl er allt auðveldara. Fólk í kringum mann hefur líka áhrif. Rekist maður á of marga hálfvita er voðinn vís. Kannski er svínað á manni í umferðinni, eða maður lafir aftan í bjána sem hangir í farsíma og gefur ekki stefnuljós. Svona getur safnast saman í fýlukýli, sem brýst fram yfir kvöldmatnum, sérstaklega ef niðurdrepandi fréttir eru baulandi á mann á sama tíma. Hvernig maður er stemmdur er svo auðvitað nátengt almennri stemmingu í þjóðfélaginu. Ég rakst á lífsstílsblað frá 2007. Það rifjar upp fyrir manni stemminguna. Önnur hver frétt var um Íslendinga sem voru að slá í gegn erlendis fyrir hin ýmsu afrek. Hinar fréttirnar voru um fólk sem var að kaupa sér eitthvað dýrt. Leikkona fann draumahúsið á 75 milljónir. Ekki hugsaði ég þegar ég las þetta á sínum tíma: Vá, hvernig hefur hún nú eiginlega efni á þessu?, heldur hugsaði ég örugglega: Vá, hvílíkur lúser er ég að eiga ekki jafn flott hús. Þetta var glötuð stemming. Góðærið var blanda af minnimáttarkennd, græðgi og tilgangslausri keppni, keyrt áfram af yfirdrætti sem nú er gjaldfallinn. Hvernig er hægt að sjá eftir þessu? Stemmingin hefur batnað, heyrir maður og sér. En hún mætti vera enn betri. Ágætt skref í þá átt væri ef „stríðandi fylkingar" (þú veist um hverja ég er að tala) hættu að tala hvor um aðra af þessari heift og andúð. Það er alltaf eins og maður sé staddur í miðri mafíumynd. Sú stemming á að vera sterkari að það að vera Íslendingur - örfáar hræður brasandi á vindbörðu skeri talandi bullmál sem enginn annar skilur - er eins og að vera meðlimur í leynifélagi. Einn fyrir alla, allir fyrir einn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Allt hefur áhrif, staðan á bankareikningnum og ekki síst tíðarfarið og birtan. Auðvelt er að detta í þunglyndi skuldugur í skammdegi og súld. Maður vill ekki fara á fætur, bara þæfa sæng og sofa allan daginn. Með reikninginn í plús í sól og sumaryl er allt auðveldara. Fólk í kringum mann hefur líka áhrif. Rekist maður á of marga hálfvita er voðinn vís. Kannski er svínað á manni í umferðinni, eða maður lafir aftan í bjána sem hangir í farsíma og gefur ekki stefnuljós. Svona getur safnast saman í fýlukýli, sem brýst fram yfir kvöldmatnum, sérstaklega ef niðurdrepandi fréttir eru baulandi á mann á sama tíma. Hvernig maður er stemmdur er svo auðvitað nátengt almennri stemmingu í þjóðfélaginu. Ég rakst á lífsstílsblað frá 2007. Það rifjar upp fyrir manni stemminguna. Önnur hver frétt var um Íslendinga sem voru að slá í gegn erlendis fyrir hin ýmsu afrek. Hinar fréttirnar voru um fólk sem var að kaupa sér eitthvað dýrt. Leikkona fann draumahúsið á 75 milljónir. Ekki hugsaði ég þegar ég las þetta á sínum tíma: Vá, hvernig hefur hún nú eiginlega efni á þessu?, heldur hugsaði ég örugglega: Vá, hvílíkur lúser er ég að eiga ekki jafn flott hús. Þetta var glötuð stemming. Góðærið var blanda af minnimáttarkennd, græðgi og tilgangslausri keppni, keyrt áfram af yfirdrætti sem nú er gjaldfallinn. Hvernig er hægt að sjá eftir þessu? Stemmingin hefur batnað, heyrir maður og sér. En hún mætti vera enn betri. Ágætt skref í þá átt væri ef „stríðandi fylkingar" (þú veist um hverja ég er að tala) hættu að tala hvor um aðra af þessari heift og andúð. Það er alltaf eins og maður sé staddur í miðri mafíumynd. Sú stemming á að vera sterkari að það að vera Íslendingur - örfáar hræður brasandi á vindbörðu skeri talandi bullmál sem enginn annar skilur - er eins og að vera meðlimur í leynifélagi. Einn fyrir alla, allir fyrir einn!
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun