Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.
Þá hefur gengi bréfa Össurar fallið um 3,37 prósent á sama tíma og Marel Food Systems um 0,51 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,97 prósent og stendur hún í 248 stigum.