Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 19:57 Harpa Þorsteinsdóttir úr Breiðablik og Anna Kristjánsdóttir úr Stjörnunni berjast um boltann í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira