Röskva kallar eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar 14. apríl 2009 11:12 Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink. „Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti. Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
„Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti.
Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira