Ráðleysi í stjórnarskrármálinu Þorsteinn Pálsson skrifar 29. ágúst 2009 06:00 Hljótt hefur verið á sumarþinginu um fjögur mál ríkisstjórnarinnar sem snerta stjórnskipunina, stjórnsýslu og kosningar. Öll lúta þau að verðugum viðfangsefnum þó að deila megi um efnistök í einstökum greinum. Fyrir kosningar lagði ríkisstjórnin meiri þunga á stjórnlagaþingstillöguna en nokkurt annað mál. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því. Hann bauð hins vegar upp á málamiðlun um ráðgefandi stjórnlagaþing. Ríkisstjórnin hafnaði því boði. Nú hefur hún horfið frá fyrri áformum og flutt málamiðlunartillöguna sem áður þótti ótæk. Umskiptin benda til þess að sá hugur hafi ekki fylgt máli um stjórnarskrárendurskoðun sem látinn var í veðri vaka á vordögum. Málamiðlunin kann að vera skárri kostur en frumhugmyndin. Best færi þó á að ríkisstjórnin tæki einfaldlega forystu um að ljúka því endurskoðunarstarfi sem komið var vel á veg 2007 og Alþingi fengi það síðan til úrlausnar og afgreiðslu. Á vordögum gátu stjórnarflokkarnir ekki sameinast um tillögu um breytingu á stjórnarskránni sem heimilað hefði aðild að Evrópusambandinu. Trúlega er slíkur innri ágreiningur enn ástæðan fyrir því að stjórnin treystir sér ekki til að hafa frumkvæði um efnislegar úrlausnir mála á þessu sviði. Þá hefur ríkisstjórnin flutt frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það hefur þann tilgang helstan að búa til farveg til þess að koma hugsanlegum samningi um aðild að Evrópusambandinu í leiðbeinandi þjóðaratkvæði áður en Alþingi tekur afstöðu til hans. Þjóðin á ekki að fá endanlegt úrslitavald um samninginn og það sem meira er: Hún á að taka afstöðu til aðildar áður en hún verður heimil samkvæmt stjórnarskrá. Allt ber þetta vott um fumkennd vinnubrögð. Ef vilji væri fyrir hendi gæti Alþingi samþykkt stjórnarskrárbreytingar á komandi vorþingi. Það væri bæði skjótvirkari og vandaðri háttur en sá sem áformaður er. Niðurstaðan er sú að stjórnarskrármálið líður fyrir ráðleysi.PersónukjörUm nokkurn tíma hefur áhugi farið vaxandi á persónukjöri. Fyrir sumarþinginu hefur legið frumvarp frá ríkisstjórninni sem miðar að úrbótum í þessa veru bæði vegna þingkosninga og sveitarstjórnarkosninga. Þar er gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað frambjóðendum í aðalsæti á listum.Frumvarpið byggir eðlilega á óbreyttri kjördæmaskipan. Æskilegt hefði hins vegar verið að taka hana til endurskoðunar. Þá hefði verið unnt að vinna að lausnum á persónukjörinu í stærra samhengi.Ekki er unnt að fullyrða að sú breyting sem frumvarpið gerir ráð fyrir þýði endalok prófkosninga innan flokkanna. Það er þó líklegt. Fari svo hætta kjósendur að ráða hverjir skipa aðalsæti listanna. Þeir hlutast eingöngu til um röð þeirra á listanum. Einhverjum kann að finnast sem það auki vald flokkanna um val á frambjóðendum. Að sumu leyti er það rétt. En hér verður ekki á allt kosið.Ýmsir hafa efasemdir um persónukjör af ótta við að það dragi úr málefnalegum umræðum í kosningabaráttu. Ugglaust verður kosningabaráttan að einhverju marki persónulegri. Reynsla annarra þjóða bendir þó ekki til að kjósendur fari á mis við málefnaleg átök.Vel er hugsanlegt að gera tilraun með persónukjör fyrst í sveitarstjórnarkosningum. Þær eru víða persónulegri en þingkosningar. Af þeirri reynslu mætti síðan draga ályktanir og ákveða hvort gera ætti sams konar breytingar við kjör til Alþingis.Frumvarpið er vandað og samið af góðri þekkingu á viðfangsefninu. Mjög áhugavert er að koma breytingum af þessu tagi fram með einhverjum hætti. Vonandi lendir framgangur málsins ekki í útideyfu.Uppstokkun stjórnarráðsinsVert er að geta frumvarps ríkisstjórnarinnar um flutning nokkurra stjórnsýsluverkefna milli ráðuneyta. Svo á að heita að þetta sé upphaf að viðameiri breytingum sem ákveða eigi síðar á kjörtímabilinu. Þau fyrirheit eru ekki sannfærandi.Í reynd er frumvarpið metnaðarlaust. Því fer fjarri að það taki á þeim miklu ágöllum sem eru á skipulagi stjórnarráðsins. Að vísu er ríkisstjórnin ekki í verra ljósi en margar fyrri stjórnir sem hafa heykst á þessu viðfangsefni.Segja má að það sé orðin áratuga regla að við myndun ríkisstjórna vinnist ekki tími til að ákveða uppskurð á stjórnarráðinu. Þegar kemur fram á mitt kjörtímabil reynist ógerningur að fækka ráðherrum. Flest bendir til að núverandi stjórn hafi fest sig í þessu gamla fari.Nú hagar hins vegar svo til að ekki er með góðu móti unnt að verja vettlingatök á þessu viðfangsefni frekar en öðrum. Þeir sem til þekkja vita að ráðuneytin er of mörg og of smá. Við jafn mikinn niðurskurð í ríkiskerfinu og við blasir er ekki hægt að láta við það sitja að nokkur verkefni séu flutt á milli ráðuneyta.Hugsanleg aðild að Evrópusambandinu kallar líka á hagræðingu í æðstu stjórnsýslu ríkisins. Hún gerir þörfina fyrir færri og sterkari ráðuneyti einnig brýnni.Margt af fyrirhuguðum verkefnatilflutningi orkar tvímælis. Ætlunin er til að mynda að setja Seðlabankann aftur undir viðskiptaráðuneytið sem að réttu lagi á að leggja niður. Miklu nær væri að flytja yfirstjórn peningamálanna í fjármálaráðuneytið. Samhæfing þessara tveggja þátta er afar mikilvæg. Slík breyting væri stefnumarkandi þar um.Þetta frumvarp er greinilega sett fram til að gera eitthvað. Í reynd er það ómarkvisst kák. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hljótt hefur verið á sumarþinginu um fjögur mál ríkisstjórnarinnar sem snerta stjórnskipunina, stjórnsýslu og kosningar. Öll lúta þau að verðugum viðfangsefnum þó að deila megi um efnistök í einstökum greinum. Fyrir kosningar lagði ríkisstjórnin meiri þunga á stjórnlagaþingstillöguna en nokkurt annað mál. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því. Hann bauð hins vegar upp á málamiðlun um ráðgefandi stjórnlagaþing. Ríkisstjórnin hafnaði því boði. Nú hefur hún horfið frá fyrri áformum og flutt málamiðlunartillöguna sem áður þótti ótæk. Umskiptin benda til þess að sá hugur hafi ekki fylgt máli um stjórnarskrárendurskoðun sem látinn var í veðri vaka á vordögum. Málamiðlunin kann að vera skárri kostur en frumhugmyndin. Best færi þó á að ríkisstjórnin tæki einfaldlega forystu um að ljúka því endurskoðunarstarfi sem komið var vel á veg 2007 og Alþingi fengi það síðan til úrlausnar og afgreiðslu. Á vordögum gátu stjórnarflokkarnir ekki sameinast um tillögu um breytingu á stjórnarskránni sem heimilað hefði aðild að Evrópusambandinu. Trúlega er slíkur innri ágreiningur enn ástæðan fyrir því að stjórnin treystir sér ekki til að hafa frumkvæði um efnislegar úrlausnir mála á þessu sviði. Þá hefur ríkisstjórnin flutt frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það hefur þann tilgang helstan að búa til farveg til þess að koma hugsanlegum samningi um aðild að Evrópusambandinu í leiðbeinandi þjóðaratkvæði áður en Alþingi tekur afstöðu til hans. Þjóðin á ekki að fá endanlegt úrslitavald um samninginn og það sem meira er: Hún á að taka afstöðu til aðildar áður en hún verður heimil samkvæmt stjórnarskrá. Allt ber þetta vott um fumkennd vinnubrögð. Ef vilji væri fyrir hendi gæti Alþingi samþykkt stjórnarskrárbreytingar á komandi vorþingi. Það væri bæði skjótvirkari og vandaðri háttur en sá sem áformaður er. Niðurstaðan er sú að stjórnarskrármálið líður fyrir ráðleysi.PersónukjörUm nokkurn tíma hefur áhugi farið vaxandi á persónukjöri. Fyrir sumarþinginu hefur legið frumvarp frá ríkisstjórninni sem miðar að úrbótum í þessa veru bæði vegna þingkosninga og sveitarstjórnarkosninga. Þar er gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað frambjóðendum í aðalsæti á listum.Frumvarpið byggir eðlilega á óbreyttri kjördæmaskipan. Æskilegt hefði hins vegar verið að taka hana til endurskoðunar. Þá hefði verið unnt að vinna að lausnum á persónukjörinu í stærra samhengi.Ekki er unnt að fullyrða að sú breyting sem frumvarpið gerir ráð fyrir þýði endalok prófkosninga innan flokkanna. Það er þó líklegt. Fari svo hætta kjósendur að ráða hverjir skipa aðalsæti listanna. Þeir hlutast eingöngu til um röð þeirra á listanum. Einhverjum kann að finnast sem það auki vald flokkanna um val á frambjóðendum. Að sumu leyti er það rétt. En hér verður ekki á allt kosið.Ýmsir hafa efasemdir um persónukjör af ótta við að það dragi úr málefnalegum umræðum í kosningabaráttu. Ugglaust verður kosningabaráttan að einhverju marki persónulegri. Reynsla annarra þjóða bendir þó ekki til að kjósendur fari á mis við málefnaleg átök.Vel er hugsanlegt að gera tilraun með persónukjör fyrst í sveitarstjórnarkosningum. Þær eru víða persónulegri en þingkosningar. Af þeirri reynslu mætti síðan draga ályktanir og ákveða hvort gera ætti sams konar breytingar við kjör til Alþingis.Frumvarpið er vandað og samið af góðri þekkingu á viðfangsefninu. Mjög áhugavert er að koma breytingum af þessu tagi fram með einhverjum hætti. Vonandi lendir framgangur málsins ekki í útideyfu.Uppstokkun stjórnarráðsinsVert er að geta frumvarps ríkisstjórnarinnar um flutning nokkurra stjórnsýsluverkefna milli ráðuneyta. Svo á að heita að þetta sé upphaf að viðameiri breytingum sem ákveða eigi síðar á kjörtímabilinu. Þau fyrirheit eru ekki sannfærandi.Í reynd er frumvarpið metnaðarlaust. Því fer fjarri að það taki á þeim miklu ágöllum sem eru á skipulagi stjórnarráðsins. Að vísu er ríkisstjórnin ekki í verra ljósi en margar fyrri stjórnir sem hafa heykst á þessu viðfangsefni.Segja má að það sé orðin áratuga regla að við myndun ríkisstjórna vinnist ekki tími til að ákveða uppskurð á stjórnarráðinu. Þegar kemur fram á mitt kjörtímabil reynist ógerningur að fækka ráðherrum. Flest bendir til að núverandi stjórn hafi fest sig í þessu gamla fari.Nú hagar hins vegar svo til að ekki er með góðu móti unnt að verja vettlingatök á þessu viðfangsefni frekar en öðrum. Þeir sem til þekkja vita að ráðuneytin er of mörg og of smá. Við jafn mikinn niðurskurð í ríkiskerfinu og við blasir er ekki hægt að láta við það sitja að nokkur verkefni séu flutt á milli ráðuneyta.Hugsanleg aðild að Evrópusambandinu kallar líka á hagræðingu í æðstu stjórnsýslu ríkisins. Hún gerir þörfina fyrir færri og sterkari ráðuneyti einnig brýnni.Margt af fyrirhuguðum verkefnatilflutningi orkar tvímælis. Ætlunin er til að mynda að setja Seðlabankann aftur undir viðskiptaráðuneytið sem að réttu lagi á að leggja niður. Miklu nær væri að flytja yfirstjórn peningamálanna í fjármálaráðuneytið. Samhæfing þessara tveggja þátta er afar mikilvæg. Slík breyting væri stefnumarkandi þar um.Þetta frumvarp er greinilega sett fram til að gera eitthvað. Í reynd er það ómarkvisst kák.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun