Kaupmátturinn og dýrðin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar