Sport

Bræðurnir stóðu sig vel á EM í Mílanó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Kristmannsson varð í 33. sæti á EM.
Viktor Kristmannsson varð í 33. sæti á EM. Mynd/Vilhelm

Bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannssynir stóðu sig vel í undankeppni í fjölþraut á Evrópumeistaramótinu í fimleikum í Mílanó sem fór fram í gær. Þeir bættu sig báðir sig talsvert frá mótunum fyrr í vetur.

Viktor var í 33. sæti og Róbert kom þremur sætum á eftir eða í 36. sætinu. Viktor hlaut 79,625 stig en hann fékk 76,250 stig þegar hann tryggði sér íslandsmeistaratitilinn á dögunum.

Róbert fékk 79.550 stig en hann var með 75,700 stig á Íslandsmótinu þegar hann lenti í öðru sæti á eftir bróður sínum.

Ólafur Garðar Gunnarsson varð í 49. sæti og síðastur af þeim í íslenska hópnum sem luku fjölþrautinni.

Ingvar Ágúst Jochumsson er meiddur og tók bara þátt í keppni á fjórum áhöldum. Hann varð í 36. sæti í stökki en einkunn hans þar var upp á 15,225 og er með þeim betri sem íslenskur keppandi hefur fengið á EM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×