Innlent

Steingrímur vonast til að gengið styrkist

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist á þingi í dag vonast til þess að gengið íslensku krónunnar fari að styrkjast á ný á næstunni. Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins spurði ráðherrann hvaða skýring væri á því að krónan væri að gefa eftir, sem væri mikið áhyggjuefni.

Steingrímur benti á að stórir gjalddagar hefðu verið að undanförnu sem gerðu það að verkum að miklar vaxtagreiðslur hefðu farið úr landinu. Hann sagði að nú yrði hlé á gjalddögum fram á sumar og því sagðist hann vonast til þess að gengið styrkist á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×