Umfjöllun: Vinnusigur Njarðvíkinga gegn Fjölni Ragnar Vignir skrifar 29. október 2009 22:19 Úr leik Fjölnis og Njarðvíkur í kvöld. Mynd/Daníel Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira