Button vel fagnað í Bretlandi 22. október 2009 10:44 Bretar fögnuðu Jenson Button vel í vikunni. mynd: Getty Images Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira