Kjartan lagði að Geir að afþakka styrkina 14. apríl 2009 05:00 Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil. Kosningar 2009 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil.
Kosningar 2009 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira