Kjartan lagði að Geir að afþakka styrkina 14. apríl 2009 05:00 Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil. Kosningar 2009 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil.
Kosningar 2009 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira