Sport

Frjálsíþróttafólkið okkar á leiðinni í sólina um páskana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingarnir Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson verða á Algarve í tíu daga.
FH-ingarnir Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson verða á Algarve í tíu daga. Mynd/Anton

Fjöldi frjálsíþróttafólks er á leiðinni erlendis í æfingabúðir yfir páskana en á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins er talað um að 80 til 90 manns séu á leiðinni til til Spánar eða Portúgals með félögum sínum.

Stærstu hóparnir eru frá ÍR, FH, Fjölni og Ármanni. Ármenningar og Fjölnismenn halda til Spánar og verða við æfingar í Alfas Del Pi við Benidorm. FH-ingar fara á nýjar slóðir í Portugal á stað sem heitir Lagos og er á Algarve. ÍR-hópurinn verður við æfingar á Alfamar við Albufeira.

Þessar æfingabúðir eru mikilvægar enda ekki oft sem okkar fólk fær að æfa við jafn góðar aðstæður. Þau ættu allavega að geta treyst því að sleppa við íslenska rokið við Miðjarðarhafið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×