Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna 21. janúar 2009 11:26 Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í. Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í.
Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira