Sport

Hrafnhildur bætti Íslandsmet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkappi.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkappi. Mynd/Eyþór

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH bætti í kvöld Íslandsmetið í 100 metra bringusundi kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug.

Hrafnhildur bætti met Erlu Daggar Haraldsdóttur, ÍRB, er hún synti á 1:10,19 mínútum og bætti þar með metið um tæpa hálfa sekúndu.

Þá var Íslandsmet bætt í 4x200 metra skriðsundi kvenna er sveit Sundfélagsins Ægis synti á 8:38,55 mínútum og bætti metið um tíu sekúndur. Reyndar bætti sveitin fyrst metið í undanrásunum í morgun.

Í sveitinni synda þær Sigrún Brá Sverrisdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×