Allt um fyrri umferðina í Iceland Express deildinni 8. janúar 2009 13:34 Þessi mynd sýnir glöggt hræringarnar í úrvalsdeildinni í haust. Menn skiptu úr hvítu í gult og grænt - og sumir fóru af landi brott í fýlu Mynd/OOJ Þegar keppni í Iceland Express deild karla er hálfnuð er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Vísir fékk nokkra ónefnda sérfræðinga í lið með sér til að gera upp það besta og versta í fyrri umferð mótsins. Keppni í Iceland Express deildinni hófst um það leyti sem kreppan skall á íslensku þjóðinni og eins og flestir muna hafði það talsverð áhrif á mótið. Flest liðin í úrvalsdeildinni létu erlenda leikmenn sína fara og hafa síðan byggt leik sinn æ meira upp á íslenskum leikmönnum. Það hefur haft sína galla í för með sér, en líklega eru kostirnir fleiri eins og sjá má í uppgjöri Vísis. Fyrst skoðum við hvað stóð upp úr hjá liðunum í deildinni og síðan verður litið á einstaka leikmenn. Mynd/Daníel Besta varnarliðið: 1. KR er það lið sem hefur fengið á sig fæsti stigin í deildinni eða 72,1 stig í leik þrátt fyrir að leikir liðsins séu hraðir og sóknir liðanna séu fleiri en í venjulegum leikjum. Varnarleikurinn er án nokkurs vafa aðall liðsins í vetur og öðru fremur ástæða þess að liðið er taplaust í fyrri umferðinni. 2. Snæfell hefur leikið góðan og traustan varnarleik undanfarin ár og í vetur er engin breyting á því þar sem Hlynur Bæringsson er lykilmaður. Liðið er að fá á sig 73,2 stig og nær oftast að halda hraðanum vel niðri gegn andstæðingum sínum. 3. Keflavík hefur verið að leika traustan varnarleik í vetur en með marga snjalla varnarjaxla í mönnum eins og Sigurði Þorsteinssyni, Jóni Norðdal, Gunnari Einarssyni og Sverri Sverrissyni. Liðið oft á tíðum grimman og fastan varnarleik sem mörgum liðum gengur illa að eiga við.Slakasta varnarliðið: 1. Skallagrímur er að fá á sig rétt tæp 95 stig í leik sem er ekki líklegt til árangurs í IE-deildinni. Liðið er að fá á sig mikið af stigum úr hraðaupphlaupum eftir tapaða bolta sem dæmi og það hjálpar vissulega ekki. 2. Þór Akureyri hefur lengi verið í vandræðum með vörnina hjá sér. Liðið er að fá á sig mikið af villum. Þá skipta þórsarar oft á milli maður á mann varnar og svæðisvarnar, væntanlega með það í huga að finna rétta taktinn í vörninni. 3. FSu liðið er að fá á sig 87 stig í leik. Vörnin hefur verið mjög misjöfn í vetur og virkilega óstöðug. Fyrir jól hefur liðið verið meira sóknarlið sem treystir mikið á langskotin sem gekk til að byrja en Brynjar Karl þarf að ná meiri stöðuleika í varnarleiknum ætlið liðið sér að halda sæti sínu í IE-deildinni.Besta sóknarliðið: 1. Grindavík hefur lengi spilað öflugan og skemmtilegan sóknarleik og virðist vopnabúrið vera endalaust í ár eins og mörg ár á undan. Það skipti engu þó svo að Damon Bailey færi á brott, það er nóg af mönnum sem geta skorað Liðið skorar sem aldrei fyrr og er með 97,8 stig í leik. 2. KR hefur skorað 99,4 stig í leik í vetur. það má segja að vörnin hjá KR sé að skora mikið af þessum stigum þar sem liðið fær mikið af hraðaupphlaupum eftir góðan varnarleik. KR er þó ekki langt á eftir Grindavík hvað vopnabúr varðar. 3. Fsu hefur oft á tíðum spilað glimrandi sóknarleik. Liðið stólar mikið á 3ja stiga skotin og þegar leikmenn liðsins eru heitir er erfitt að eiga við nýliðana. Leikmennirnir virðast þú kunna mun betur við sig á Selfossi enda kunna þeir vel á hringina þar.Slakasta sóknarliðið: 1. Skallagrímur hefur aðeins skorað 59 stig að meðaltali í leik sem er svona í lægri kantinum í efstu deild karla. Liðið bætti við sig Serbanum Igor Beljanski og Bandaríkjamanninum Landon Quick og er því hugsanlega með fleiri vopn sem hægt er að nota. 2. Tindastóll hefur ekki verið sannfærandi sóknarlega miðað við að hafa þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum og skorara eins og Svavar Birgisson innan borðs. Darrell Flake virðist ekki vera finna fjölina sína á Króknum og er það áhyggjuefni. 3. Njarðvík hefur mjög svo óstöðugt í sóknarleiknum í vetur þrátt fyrir að hafa mikla skorara í Loga Gunnarssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Þá hefur Friðrik Stefánsson alltaf komið með sín stig í gegnum tíðina. Það eru ekki mörg lið sem státa af svona reyndum landsliðsmönnum sem þekkja körfuhringina vel.Einar Árni náði frábærum árangri með BlikaMynd/StefánÞau komu mest á óvart: 1. Breiðablik er á góðri leið með að halda sér uppi með sama áframhaldi. Liðið hefur unnið nokkra mjög sterka sigra án þess að hafa marga leikmenn sem hafa sannað sig í efstu deild. Nemanja Sovic var mikill happafengur fyrir Blika og er líklegt að Stjarnan sjá eftir þessum snjalla leikmanni. 2. ÍR byrjaði tímabilið skelfilega en hefur heldur betur rifið sig upp og verið á mikilli siglingu. Íslensku strákarnir hafa tekið á sig ábyrgð og nýtt hlutverk sem er ádáunarvert. 3. Njarðvík kemur á óvart í hverjum leik, annað hvort fyrir flottan sigur eða stórt tap. Í þessum kröfuharða félagi er gaman að sjá Val og félaga hafa þor til að fara í uppbyggingu og horfa til framtíðar.Vonbrigði vetrarins: 1. Stjarnan var með há markmið fyrir veturinn sem hafa engan veginn staðist hingað til. Teitur Örlygsson hefur verið fenginn til að taka til í herbúðum liðsins og verðu fróðlegt að sjá hvort Teitur nái ekki að rífa liðið ofar á töfluna. 2. FSu fór vel af stað í deildinni í haust en síðan hefur ekkert gengið. Liðið er með tvo erlenda leikmenn og þeir ásamt Sævari Sigurmundssyni og stjörnuleikmönnunum tveimur, þeim Árna Ragnarssyni og Vésteini Sveinssyni, mynda eitt öflugasta byrjunarlið deildarinnar. Þá er heimavöllur þeirra Selfyssinga gríðarlega öflugur. 3. Þór Akureyri var spáð í efri hluta deildarinnar en liðið hefur verið að gefa talsvert eftir undanfarið. Mikið mæðir á leikmönnum á borð við Cedric Isom og Guðmundi Jónssyni en fleiri hjól vantar undir vagninn. Ekki bæta meiðsli Isom úr skák fyrir norðanmenn.Besti sóknarmaðurinn: 1. Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) er að njóta sín frábærlega í því hlutverki að vera fyrsti kostur í sókninni og er skorar að jafnaði 25,6 stig. Þrátt fyrir að vera í strangri gæslu leik eftir leik nær hann alltaf að finna körfuna. Þess fyrir utan njóta félagar hans góðs af þeirri athygli sem Páll fær í sóknarleik Grindavíkur. 2. Jakob Sigurðarson (KR) hefur stýrt leik liðsins af miklum myndarskap. Mikið flæði er á sóknarleik KR og eru það tíðindi þegar Jakob tapar bolta. Á sama tíma er hann stigahæsti leikmaður vesturbæinga með 17,1 stig og frábæra nýtingu utan af velli. 3. Sigurður Þorvaldsson (Snæfelli) hefur verið í miklum ham í vetur með 22,2 stig í leik. Hann er að skora um 8 stigum meira en í fyrra og er eins og Páll Axel að njóta sín í lykilhlutverki í stað þess að vera annað eða þriðja hljólið eftir erlendum leikmönnum.Besti varnarmaðurinn: 1. Jón Arnór Stefánsson (KR) hefur verið talinn einn besti varnarmaðurinn í meistaradeild Evrópu og því kemur það engum á óvart að hann sé langbesti varnarmaður IE-deildarinnar. 2. Friðrik Stefánsson (Njarðvík) hefur lengi verið talinn einn besti varnarmaður deildarinnar. Þeir eru fáir sem skora á Eyjaklettinn í kringum körfuna, enda hefur hann glímt við margan útlendinginn í gegnum tíðana. 3. Hlynur Bæringsson (Snæfelli) er að margra mati eins sá allra hraustasti í deildinni og á oftast teiginn varnarlega. Það var ekki af ástæðulausu sem handboltalandsliðið óskaði eftir kröftum þessa heljarmennis.Á uppleið: 1. Sigurður Þorsteinsson (Keflavík) hefur tekið á sig mun stærra hlutverk í sókninni hjá Keflvíkingum í vetur og hefur skilað því mjög vel. Þá er hann alltaf gríðarlega traustur varnarlega þegar hann nær að halda sig frá villuvandræðum. 2. Guðmundur Jónsson (Þór Ak) kom sterkur inn í deldina um tvítugt en hefur síðan dalað jafnt og þétt síðustu ár. Skiptin úr Njarðvík í Þór hafa gert honum gott og virðst hann hafa öðlast nýtt líf sóknarlega. 3. Sigurður Þovaldsson og Jón Ólafur Jónsson (Snæfelli) hafa báður stigið upp sinn leik svo um munar í vetur. Sigurður náði sér aldrei almennilega á strik í fyrra en hefur verið frábær í vetur og farið fyrir sóknarleik snæfellinga ásamt Jóni.Á niðurleið: 1. Óðinn Ágeirsson (Þór Ak) hefur verið að glíma við meiðsli og virðist ekki hafa jafnað sig á þeim það sem af er vetri. Þessi frábæri leikmaður sem hefur farið fyrir Þórsurum hefur verið skugginn af sjálfum sér í vetur. 2. Magni Hafsteinsson (Snæfelli) var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins fyrir tveimur árum en hefur ekki náð að fylgja því almennilega eftir. Það á þó sínar skýringar þar sem Magni hefur lítið náð að æfa með félögum sínum í vetur. 3. Fannar Ólafsson (KR) hefur verið að glíma við meiðsli lengi vel frá því hann kom til KR á sínum tíma, sem hafa klárlega hægt á honum. Þrátt fyrir það reynir hann eins og hann getur að halda í við félaga sína í KR-liðinu í þeim hraða bolta sem KR leikur.Mynd/StefánBestu erlendu leikmennirnir: 1. Cedric Isom (Þór Ak) hefur verið óstöðvandi í vetur og farið illa með varnir andstæðinganna það sem af er vetri. Mikill íþróttamaður sem virðist alltaf eiga svar þrátt fyrir að vera í strangri gæslu í öllum leikjum. 2. Darrell Flake (Tindastóli) hefur í mörg ár verið einn allra besti erlendi leikmaður deildarinnar. Þegar hann er heill eru fáir sem standast honum snúninginn og fátt sem kemur í veg fyrir að hann skori sín 23 stig og taki sín 13 fraköst. 3. Jason Dourisseau (KR) er mjög traustur leikmaður sem fellur vel inn í þann leik sem KR spilar. Spilar ekki stóra rullu í sókn en tekur lítið til sín og þykir snillingur á varnarhelmingi vallarins.5 manna úrvalslið Vísis fyrir áramót: Leikstjórnandi: Jakob Sigurðarson, KR Skotbakvörður: Jón Arnór Stefánsson, KR Framherji: Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Framherji: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Miðherji: Sigurður Þorsteinsson, Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þegar keppni í Iceland Express deild karla er hálfnuð er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Vísir fékk nokkra ónefnda sérfræðinga í lið með sér til að gera upp það besta og versta í fyrri umferð mótsins. Keppni í Iceland Express deildinni hófst um það leyti sem kreppan skall á íslensku þjóðinni og eins og flestir muna hafði það talsverð áhrif á mótið. Flest liðin í úrvalsdeildinni létu erlenda leikmenn sína fara og hafa síðan byggt leik sinn æ meira upp á íslenskum leikmönnum. Það hefur haft sína galla í för með sér, en líklega eru kostirnir fleiri eins og sjá má í uppgjöri Vísis. Fyrst skoðum við hvað stóð upp úr hjá liðunum í deildinni og síðan verður litið á einstaka leikmenn. Mynd/Daníel Besta varnarliðið: 1. KR er það lið sem hefur fengið á sig fæsti stigin í deildinni eða 72,1 stig í leik þrátt fyrir að leikir liðsins séu hraðir og sóknir liðanna séu fleiri en í venjulegum leikjum. Varnarleikurinn er án nokkurs vafa aðall liðsins í vetur og öðru fremur ástæða þess að liðið er taplaust í fyrri umferðinni. 2. Snæfell hefur leikið góðan og traustan varnarleik undanfarin ár og í vetur er engin breyting á því þar sem Hlynur Bæringsson er lykilmaður. Liðið er að fá á sig 73,2 stig og nær oftast að halda hraðanum vel niðri gegn andstæðingum sínum. 3. Keflavík hefur verið að leika traustan varnarleik í vetur en með marga snjalla varnarjaxla í mönnum eins og Sigurði Þorsteinssyni, Jóni Norðdal, Gunnari Einarssyni og Sverri Sverrissyni. Liðið oft á tíðum grimman og fastan varnarleik sem mörgum liðum gengur illa að eiga við.Slakasta varnarliðið: 1. Skallagrímur er að fá á sig rétt tæp 95 stig í leik sem er ekki líklegt til árangurs í IE-deildinni. Liðið er að fá á sig mikið af stigum úr hraðaupphlaupum eftir tapaða bolta sem dæmi og það hjálpar vissulega ekki. 2. Þór Akureyri hefur lengi verið í vandræðum með vörnina hjá sér. Liðið er að fá á sig mikið af villum. Þá skipta þórsarar oft á milli maður á mann varnar og svæðisvarnar, væntanlega með það í huga að finna rétta taktinn í vörninni. 3. FSu liðið er að fá á sig 87 stig í leik. Vörnin hefur verið mjög misjöfn í vetur og virkilega óstöðug. Fyrir jól hefur liðið verið meira sóknarlið sem treystir mikið á langskotin sem gekk til að byrja en Brynjar Karl þarf að ná meiri stöðuleika í varnarleiknum ætlið liðið sér að halda sæti sínu í IE-deildinni.Besta sóknarliðið: 1. Grindavík hefur lengi spilað öflugan og skemmtilegan sóknarleik og virðist vopnabúrið vera endalaust í ár eins og mörg ár á undan. Það skipti engu þó svo að Damon Bailey færi á brott, það er nóg af mönnum sem geta skorað Liðið skorar sem aldrei fyrr og er með 97,8 stig í leik. 2. KR hefur skorað 99,4 stig í leik í vetur. það má segja að vörnin hjá KR sé að skora mikið af þessum stigum þar sem liðið fær mikið af hraðaupphlaupum eftir góðan varnarleik. KR er þó ekki langt á eftir Grindavík hvað vopnabúr varðar. 3. Fsu hefur oft á tíðum spilað glimrandi sóknarleik. Liðið stólar mikið á 3ja stiga skotin og þegar leikmenn liðsins eru heitir er erfitt að eiga við nýliðana. Leikmennirnir virðast þú kunna mun betur við sig á Selfossi enda kunna þeir vel á hringina þar.Slakasta sóknarliðið: 1. Skallagrímur hefur aðeins skorað 59 stig að meðaltali í leik sem er svona í lægri kantinum í efstu deild karla. Liðið bætti við sig Serbanum Igor Beljanski og Bandaríkjamanninum Landon Quick og er því hugsanlega með fleiri vopn sem hægt er að nota. 2. Tindastóll hefur ekki verið sannfærandi sóknarlega miðað við að hafa þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum og skorara eins og Svavar Birgisson innan borðs. Darrell Flake virðist ekki vera finna fjölina sína á Króknum og er það áhyggjuefni. 3. Njarðvík hefur mjög svo óstöðugt í sóknarleiknum í vetur þrátt fyrir að hafa mikla skorara í Loga Gunnarssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Þá hefur Friðrik Stefánsson alltaf komið með sín stig í gegnum tíðina. Það eru ekki mörg lið sem státa af svona reyndum landsliðsmönnum sem þekkja körfuhringina vel.Einar Árni náði frábærum árangri með BlikaMynd/StefánÞau komu mest á óvart: 1. Breiðablik er á góðri leið með að halda sér uppi með sama áframhaldi. Liðið hefur unnið nokkra mjög sterka sigra án þess að hafa marga leikmenn sem hafa sannað sig í efstu deild. Nemanja Sovic var mikill happafengur fyrir Blika og er líklegt að Stjarnan sjá eftir þessum snjalla leikmanni. 2. ÍR byrjaði tímabilið skelfilega en hefur heldur betur rifið sig upp og verið á mikilli siglingu. Íslensku strákarnir hafa tekið á sig ábyrgð og nýtt hlutverk sem er ádáunarvert. 3. Njarðvík kemur á óvart í hverjum leik, annað hvort fyrir flottan sigur eða stórt tap. Í þessum kröfuharða félagi er gaman að sjá Val og félaga hafa þor til að fara í uppbyggingu og horfa til framtíðar.Vonbrigði vetrarins: 1. Stjarnan var með há markmið fyrir veturinn sem hafa engan veginn staðist hingað til. Teitur Örlygsson hefur verið fenginn til að taka til í herbúðum liðsins og verðu fróðlegt að sjá hvort Teitur nái ekki að rífa liðið ofar á töfluna. 2. FSu fór vel af stað í deildinni í haust en síðan hefur ekkert gengið. Liðið er með tvo erlenda leikmenn og þeir ásamt Sævari Sigurmundssyni og stjörnuleikmönnunum tveimur, þeim Árna Ragnarssyni og Vésteini Sveinssyni, mynda eitt öflugasta byrjunarlið deildarinnar. Þá er heimavöllur þeirra Selfyssinga gríðarlega öflugur. 3. Þór Akureyri var spáð í efri hluta deildarinnar en liðið hefur verið að gefa talsvert eftir undanfarið. Mikið mæðir á leikmönnum á borð við Cedric Isom og Guðmundi Jónssyni en fleiri hjól vantar undir vagninn. Ekki bæta meiðsli Isom úr skák fyrir norðanmenn.Besti sóknarmaðurinn: 1. Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) er að njóta sín frábærlega í því hlutverki að vera fyrsti kostur í sókninni og er skorar að jafnaði 25,6 stig. Þrátt fyrir að vera í strangri gæslu leik eftir leik nær hann alltaf að finna körfuna. Þess fyrir utan njóta félagar hans góðs af þeirri athygli sem Páll fær í sóknarleik Grindavíkur. 2. Jakob Sigurðarson (KR) hefur stýrt leik liðsins af miklum myndarskap. Mikið flæði er á sóknarleik KR og eru það tíðindi þegar Jakob tapar bolta. Á sama tíma er hann stigahæsti leikmaður vesturbæinga með 17,1 stig og frábæra nýtingu utan af velli. 3. Sigurður Þorvaldsson (Snæfelli) hefur verið í miklum ham í vetur með 22,2 stig í leik. Hann er að skora um 8 stigum meira en í fyrra og er eins og Páll Axel að njóta sín í lykilhlutverki í stað þess að vera annað eða þriðja hljólið eftir erlendum leikmönnum.Besti varnarmaðurinn: 1. Jón Arnór Stefánsson (KR) hefur verið talinn einn besti varnarmaðurinn í meistaradeild Evrópu og því kemur það engum á óvart að hann sé langbesti varnarmaður IE-deildarinnar. 2. Friðrik Stefánsson (Njarðvík) hefur lengi verið talinn einn besti varnarmaður deildarinnar. Þeir eru fáir sem skora á Eyjaklettinn í kringum körfuna, enda hefur hann glímt við margan útlendinginn í gegnum tíðana. 3. Hlynur Bæringsson (Snæfelli) er að margra mati eins sá allra hraustasti í deildinni og á oftast teiginn varnarlega. Það var ekki af ástæðulausu sem handboltalandsliðið óskaði eftir kröftum þessa heljarmennis.Á uppleið: 1. Sigurður Þorsteinsson (Keflavík) hefur tekið á sig mun stærra hlutverk í sókninni hjá Keflvíkingum í vetur og hefur skilað því mjög vel. Þá er hann alltaf gríðarlega traustur varnarlega þegar hann nær að halda sig frá villuvandræðum. 2. Guðmundur Jónsson (Þór Ak) kom sterkur inn í deldina um tvítugt en hefur síðan dalað jafnt og þétt síðustu ár. Skiptin úr Njarðvík í Þór hafa gert honum gott og virðst hann hafa öðlast nýtt líf sóknarlega. 3. Sigurður Þovaldsson og Jón Ólafur Jónsson (Snæfelli) hafa báður stigið upp sinn leik svo um munar í vetur. Sigurður náði sér aldrei almennilega á strik í fyrra en hefur verið frábær í vetur og farið fyrir sóknarleik snæfellinga ásamt Jóni.Á niðurleið: 1. Óðinn Ágeirsson (Þór Ak) hefur verið að glíma við meiðsli og virðist ekki hafa jafnað sig á þeim það sem af er vetri. Þessi frábæri leikmaður sem hefur farið fyrir Þórsurum hefur verið skugginn af sjálfum sér í vetur. 2. Magni Hafsteinsson (Snæfelli) var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins fyrir tveimur árum en hefur ekki náð að fylgja því almennilega eftir. Það á þó sínar skýringar þar sem Magni hefur lítið náð að æfa með félögum sínum í vetur. 3. Fannar Ólafsson (KR) hefur verið að glíma við meiðsli lengi vel frá því hann kom til KR á sínum tíma, sem hafa klárlega hægt á honum. Þrátt fyrir það reynir hann eins og hann getur að halda í við félaga sína í KR-liðinu í þeim hraða bolta sem KR leikur.Mynd/StefánBestu erlendu leikmennirnir: 1. Cedric Isom (Þór Ak) hefur verið óstöðvandi í vetur og farið illa með varnir andstæðinganna það sem af er vetri. Mikill íþróttamaður sem virðist alltaf eiga svar þrátt fyrir að vera í strangri gæslu í öllum leikjum. 2. Darrell Flake (Tindastóli) hefur í mörg ár verið einn allra besti erlendi leikmaður deildarinnar. Þegar hann er heill eru fáir sem standast honum snúninginn og fátt sem kemur í veg fyrir að hann skori sín 23 stig og taki sín 13 fraköst. 3. Jason Dourisseau (KR) er mjög traustur leikmaður sem fellur vel inn í þann leik sem KR spilar. Spilar ekki stóra rullu í sókn en tekur lítið til sín og þykir snillingur á varnarhelmingi vallarins.5 manna úrvalslið Vísis fyrir áramót: Leikstjórnandi: Jakob Sigurðarson, KR Skotbakvörður: Jón Arnór Stefánsson, KR Framherji: Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Framherji: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Miðherji: Sigurður Þorsteinsson, Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum