Jón Arnór: Væri huggulegt að sópa Keflavík út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 15:17 Jón Arnór hefur farið á kostum gegn Keflavík í vetur. Hann ætlar sér líka stóra hluti í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ. Dominos-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
„Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira