Elísabet: Eins og jólapakki sem inniheldur allt Elvar Geir Magnússon skrifar 8. júlí 2009 19:58 Elísabet Gunnarsdóttir. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni öskrað eins mikið eftir einn sigur," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad sem vann dramatískan sigur í sænska boltanum í kvöld. Liðið vann AIK 3-2 með sigurmarki á lokamínútunni. „Við vorum svo miklu betri í þessum leik að það hefði bara verið fáránlegt að fara úr honum með aðeins eitt stig. Við fórum illa með nokkur mjög góð færi," segir Elísabet en Kristianstad komst í 2-0 í leiknum. „Liðið mitt hefur tapað tíu leikjum í röð og farið upp og niður í sjálfstrausti. Það voru 50 mínútur búnar og þá héldu leikmenn að þetta væri búið og ætluðu bara að halda. En um leið og þær jöfnuðu vöknuðum við á ný og tókum öll völd. Það er erfitt að lýsa því hvernig var að vera aftur með lið á vellinum með svona yfirburði. Ég upplifði það síðast á Íslandi í fyrra," segir Elísabet. Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í fyrsta sinn og var maður leiksins að mati Elísabetar. Margrét kom Kristianstad í 2-0 úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. „Margrét var alveg frábær. Hún var að skapa einhver þrjú til fjögur dauðafæri og var sífellt ógnandi. Hún kemur með sigur-hugarfar og ferska vinda inn í hópinn. Aðrir leikmenn hérna bera mikla virðingu fyrir henni. Við vorum einmitt að tala um það á leiðinni heim að þessi leikur hefði verið eins og jólapakki sem inniheldur allt," segir Elísabet. „Við unnum ótrúlega mikilvægan sigur og þetta gat ekki verið betra." Kristianstad er með níu stig í 10. sæti deildarinnar en tólf lið leika í henni. Hammarby er sæti fyrir ofan með 14 stig en AIK er með 20 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Margrét Lára og Edda báðar á skotskónum í Svíþjóð Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Kristianstad í dramatískum sigri á AIK og Edda Garðarsdóttir skorað seinna mark Örebro í 2-0 útisigri á Hammarby. 8. júlí 2009 18:53 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
„Ég held að ég hafi aldrei á ævinni öskrað eins mikið eftir einn sigur," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad sem vann dramatískan sigur í sænska boltanum í kvöld. Liðið vann AIK 3-2 með sigurmarki á lokamínútunni. „Við vorum svo miklu betri í þessum leik að það hefði bara verið fáránlegt að fara úr honum með aðeins eitt stig. Við fórum illa með nokkur mjög góð færi," segir Elísabet en Kristianstad komst í 2-0 í leiknum. „Liðið mitt hefur tapað tíu leikjum í röð og farið upp og niður í sjálfstrausti. Það voru 50 mínútur búnar og þá héldu leikmenn að þetta væri búið og ætluðu bara að halda. En um leið og þær jöfnuðu vöknuðum við á ný og tókum öll völd. Það er erfitt að lýsa því hvernig var að vera aftur með lið á vellinum með svona yfirburði. Ég upplifði það síðast á Íslandi í fyrra," segir Elísabet. Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í fyrsta sinn og var maður leiksins að mati Elísabetar. Margrét kom Kristianstad í 2-0 úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. „Margrét var alveg frábær. Hún var að skapa einhver þrjú til fjögur dauðafæri og var sífellt ógnandi. Hún kemur með sigur-hugarfar og ferska vinda inn í hópinn. Aðrir leikmenn hérna bera mikla virðingu fyrir henni. Við vorum einmitt að tala um það á leiðinni heim að þessi leikur hefði verið eins og jólapakki sem inniheldur allt," segir Elísabet. „Við unnum ótrúlega mikilvægan sigur og þetta gat ekki verið betra." Kristianstad er með níu stig í 10. sæti deildarinnar en tólf lið leika í henni. Hammarby er sæti fyrir ofan með 14 stig en AIK er með 20 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Margrét Lára og Edda báðar á skotskónum í Svíþjóð Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Kristianstad í dramatískum sigri á AIK og Edda Garðarsdóttir skorað seinna mark Örebro í 2-0 útisigri á Hammarby. 8. júlí 2009 18:53 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Margrét Lára og Edda báðar á skotskónum í Svíþjóð Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Kristianstad í dramatískum sigri á AIK og Edda Garðarsdóttir skorað seinna mark Örebro í 2-0 útisigri á Hammarby. 8. júlí 2009 18:53