Sveitarstjóri og læknir eru Ekkiþjóðin 4. mars 2009 06:00 grímur atlason Ekkiþjóðin ætlar að gefa út nýjan disk í orðsins fyllstu merkingu. „Ekkiþjóðin heitir bandið. Skrifað svona. Ekkiþjóðin," segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann ásamt félögum sínum, Lýði Árnasyni lækni og Hrólfi Vagnssyni, sem sér um að réttir tónstigar séu farnir, voru við upptökur á nýrri plötu sem gefa á út fljótlega í orðsins fyllstu merkingu. „Með áherslu á að gefa. Platan verður sem sagt gefins. Við tókum upp sextán lög um helgina. Í læknabústaðnum í Bolungarvík. Hver borgar brúsann? Nú, Lýður. Og kannski ég," segir Grímur. Hann gefur lítt fyrir spurninguna um hvort tilgangur útgáfunnar sé ekki bara athyglissýki á háu stigi. „Tilgangurinn er að skemmta fólki og hafa gaman af lífinu. Bandið mun spila í bland við Grjóthrun í Hólshreppi á Aldrei fór ég suður. Sem er að venju um páskana. Það liggur fyrir umsókn þar um sem vel var tekið í." Grímur segir að Mugison, sem er æðstráðandi á tónlistarhátíðinni, sé vel við Lýð lækni. Og svo sé reyndar um flesta Vestfirðinga ef undan eru skildir fáeinir kvótagreifar. Og sveitarstjóri Dalabyggðar hefur þetta til marks um það. „Ég var einu sinni í bíl með honum í Hnífsdal þar sem hann braut um það bil allar umferðarreglur. Löggan stoppaði okkur og ég sagði við löggumann: Lýður er góður maður. Og okkur var sleppt!" Textarnir sem Ekkiþjóðin syngur einkennist af bullandi þjóðfélagsádeilu. En tónlistarstefnan er polki og reggí í bland.- jbg Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ekkiþjóðin heitir bandið. Skrifað svona. Ekkiþjóðin," segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann ásamt félögum sínum, Lýði Árnasyni lækni og Hrólfi Vagnssyni, sem sér um að réttir tónstigar séu farnir, voru við upptökur á nýrri plötu sem gefa á út fljótlega í orðsins fyllstu merkingu. „Með áherslu á að gefa. Platan verður sem sagt gefins. Við tókum upp sextán lög um helgina. Í læknabústaðnum í Bolungarvík. Hver borgar brúsann? Nú, Lýður. Og kannski ég," segir Grímur. Hann gefur lítt fyrir spurninguna um hvort tilgangur útgáfunnar sé ekki bara athyglissýki á háu stigi. „Tilgangurinn er að skemmta fólki og hafa gaman af lífinu. Bandið mun spila í bland við Grjóthrun í Hólshreppi á Aldrei fór ég suður. Sem er að venju um páskana. Það liggur fyrir umsókn þar um sem vel var tekið í." Grímur segir að Mugison, sem er æðstráðandi á tónlistarhátíðinni, sé vel við Lýð lækni. Og svo sé reyndar um flesta Vestfirðinga ef undan eru skildir fáeinir kvótagreifar. Og sveitarstjóri Dalabyggðar hefur þetta til marks um það. „Ég var einu sinni í bíl með honum í Hnífsdal þar sem hann braut um það bil allar umferðarreglur. Löggan stoppaði okkur og ég sagði við löggumann: Lýður er góður maður. Og okkur var sleppt!" Textarnir sem Ekkiþjóðin syngur einkennist af bullandi þjóðfélagsádeilu. En tónlistarstefnan er polki og reggí í bland.- jbg
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira