Gáttaþefur og sálir tvær 23. október 2008 05:00 Kristbjörg Kjeld í hlutverki sínu og gervi. mynd Þjóðleikhúsið/eddi Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira