ESB aðild Íslands aldrei rædd Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2008 19:07 Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira