Igor Beljanski hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms en hann mun einnig spila með liðinu. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu.
Beljanski mun vera á leið til landsins á þriðjudaginn en hann var á mála hjá Breiðabliki í haust þar til félagið sagði upp samningum hans vegna efnahagsástandsins í landinu.
Beljanski á langan feril að baki hér á landi en auk Breiðabliks hefur hann leikið með Grindavík, Snæfell og Njarðvík.
Skallagrímur hefur byrjað heldur illa í deildinni í haust og tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa.