Handbolti

Ólafur: Við getum unnið alla

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ólafur ræðir málin við Guðmund landsliðsþjálfara.
Ólafur ræðir málin við Guðmund landsliðsþjálfara. Mynd/Vilhelm
„Ég ætla ekki að hugsa um eitthvað sem hefði átt að vera. Þetta var bara akkúrat eins og það átti að vera. Nú þurfum við strax að byrja á að fókusa á það sem kemur eftir tvo daga en það er stórleikur," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði.

„Menn verða að halda sér í réttri spennu fram að því. Andstæðingurinn sem við fáum er bara uppáhaldsandstæðingurinn. Við getum unnið þá alla og vinnum þá alla. Líkamlega standið er frábært og við þurfum að vita hvað hinn er að hugsa. Stilla okkur saman. Það þarf allt að vera í samræmi og þá erum við ógeðslega góðir. Það vantar ekkert upp á kraft og snerpu. Þetta lið er það reynslumikið að menn eiga að höndla pressuna," sagði Ólafur en hvernig fannst honum að spila handbolta klukkan 9 um morguninn?

„Það er bara gaman og ágætt að vera búinn snemma. Næsti leikur verður á aðeins eðlilegri tíma."



Íslenski landsliðshópurinn þjappar sér saman fyrir síðustu sókn leiksins sem tryggði Íslandi sigurinn. Vilhelm Gunnarsson
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir sínum mönnum til. Vilhelm Gunnarsson
Hér vill hann fá brottvísun á egypskan leikmann. Vilhelm Gunnarsson
Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni við sögu í leiknum er hann freistaði að verja víti frá Zaky. Það tókst honum ekki, frekar en Hreiðari. Vilhelm Gunnarsson
Hreiðar sér hér eftir af boltanum í íslenska markið. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús er kátur í bragði í leikslok og ræðir hér við Guðmund. Vilhelm Gunnarsson
Hér ræða hann og Guðjón Valur málin. Vilhelm Gunnarsson
Róbert Gunnarsson sýndi ótrúlega takta á línunni og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Fiskaði þar að auki eitt víti. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson skoraði aðeins tvö mörk í leiknum. Tók aðeins þrjú skot í það heila. Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur átti frábæran leik og skoraði tíu mörk. Vilhelm Gunnarsson
Ásgeir Örn náði sér ekki á strik og skoraði eitt mark. Vilhelm Gunnarsson
Róbert í kunnulegri stöðu á línunni. Vilhelm Gunnarsson
Logi kom sterkur inn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði þrjú í röð. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson brá sér í sóknina og skoraði eitt gott mark. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur og Guðmundur ræða málin. Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Logi: Skrítinn leikur

„Maður verður að hafa þetta spennandi. Það var kannski jákvætt að ná jafntefli úr því sem komið var,“ sagði Logi Geirsson eftir jafnteflið gegn Egyptum í nótt.

Ísland á enn möguleika á efsta sætinu

Ísland getur enn náð efsta sætinu í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking ef úrslit í öðrum leikjum verða liðinu hagstæð. Ísland á þó engan möguleika á að lenda í fjórða sæti riðilsins.

Hreiðar Levý: Ég er enginn hani

„Ég er nú enginn hani og það vita allir sem þekkja mig. Ég er ekki þessi morgunmaður,“ sagði markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson léttur eftir Egyptaleikinn en leikurinn fór fram klukkan 9 um morgun að staðartíma og stemningin sérstök.

Jafntefli gegn Egyptum

Ísland má þakka fyrir að hafa náð einu stigi gegn Egyptum í lokaleik sínum í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×